St. Augustine

St. Augustine er fallegur bær og jafnframt elsti bær Bandaríkjanna, stofnaður árið 1565.

Spænskt yfirbragð einkennir svæðið og er gömlum byggingum vel við haldið.

Mannlífið er líflegt allt árið um kring þar sem að tveir stórir háskólar eru í bænum: Flagler college og University of St. Augustine.

Gamli bærinn er þekktur fyrir góð veitingahús, verslanir og allskyns uppákomur þar sem draugagöngur eru hvað vinsælastar.

Um 10-12 mín. akstur er í gamla miðbæinn frá Cypress Lakes.