Verslanir

St. Augustine Premium Outlets eru í aðeins 7 mín. akstur frá húsunum, einföld leið eftir I-95. Um er að ræða eitt besta Outlet í norður-Florida, eitt úti Outlet, þ.e. löng röð verslana og svo eitt inni outlet þar sem allar búðir eru inni í einu "Malli". Opið er frá kl. 9 á morgnana til kl. 9 á kvöldin, og á sunnudögum frá kl. 10 -18.

 

 

St. Johns Town Center er í Jacksonville, stór og nýlegur verslunarkjarni þar sem er búið að búa til skemmtilega götustemningu að hluta til og svo venjulegar stórverslanir og endalaus bílastæði eins og er almennt í Florida. Þarna eru t.d. Apple, Radio Shack, fataverslanir eins og Abercombie & Fitch, Aeropostale, Urban outfitters, Banana Republic, Victoria's secret og ótal fleiri. Afar góða vínverslun er að finna þarna sem heitir Total wine, en þar er að finna 8 þús. tegundir af víni, 2.500 tegundir af bjór og 3 þús. tegundir af sterku víni. Þetta úrval ætti að duga flestum og afgreiðslufólk hefur yfirleitt mikla þekkingu á vínum.

Cobblestone Village er svæði sem tekur um 7 mín. að aka til, en þar er að finna ýmsar verslanir svo sem Publix, Broudy´s liqueor store, Ross, Bealls, Bad, Bath, and Beyond o.fl.