Golf

Húsin eru staðsett við rólega götu á St. Johns Golf Club í hverfinu Cypress Lakes. Um er að ræða 18 holu golfvöll þar sem fólk á öllum aldri og getustigum er velkomið. Vallargjöld frá 1. apríl - 31. des. eru $37.50 fyrir 18 holu hring með golfbíl fyir kl. 12 á hádegi og $29 frá kl. 12 á hádegi. Ýmsir aðrir möguleikar eins og að ganga völlinn frá kl. 3 eftir hádegi fyrir $18 (9 holur en oft hægt að spila 18). Nánari uppl. á http://www.sjcgc.com. Þetta er einmitt völlurinn sem maður vill hafa við dyrnar hjá sér, í ódýrari kantinum en samt góður golfvöllur.

Margir aðrir golfvellir eru í nágrenninu og af þeim flottari nægir að nefna vellina í World Golf Village sem eru í um 20 mín. fjarlægð, og heimsfræga golfvöllinn Sawgrass á Ponte Vedra Beach (ca. 30 mín. akstur) þar sem er keppt á PGA mótaröðinni í maí á hverju ári. Margir af bestu golfurum heims eiga heima á Ponte Vedra Beach t.d. Jim Furyk, Fred Funk, David Duvall, Vijay Singh og Matt Kuchar.