Tennis

Það eru mjög góðir tennisvellir (hard court) í Treaty Park,  í um 5 mín. akstursfjarlægð frá húsunum. 6 vellir og einnig 6 mini tennis vellir, allt ókeypis. Langoftast er laus völlur, ekki þarf að panta völl. Vellirnir eru flóðlýstir á kvöldin. Í Treaty Park er einnig að finna fótboltavöll, hafnaboltavöll, skokkbraut, körfuboltavöll, skvass-sali, leikvöll fyrir börn, grillaðstöðu og margt fleira. Í húsunum er að finna tennisspaða og tennisbolta.