Veitingahús

Í St. Augustine og nágrenni er aragrúi veitingahúsa og við getum nefnt nokkra af okkar uppáhalds veitingastöðum:

Caps on the Water er einn af okkar uppáhaldsstöðum en hann er rétt utan við St. Augustine og liggur að Intracostal waterway, sem er í raun sjór en er samt inni í landinu þ.e. ekki á ströndinni. Hægt að borða inni eða úti, flottur útibar.

 

 A1A Ale works  er í miðbænum og er mjög vinsæll, býður m.a. upp á eigin bjór, nokkrar tegundir. Hægt að borða inni eða úti. 

 

Harry´s Seafood Bar & Grille  er í miðbænum og er með týpiskan Loisiana matseðil. Hægt að borða inni eða úti. 

The Present Moment Café er í miðbænum og býður upp á frábært grænmetis- og hráfæði, lítill kósí staður. 

 

Svo er auðvitað að finna öll þessi dæmigerðu amerísku veitingahús eins og Chilli´s, Longhorn steakhouse, Friday´s, Red Lobster, o.fl.